Súkkulaðikaka

Súkkulaðikaka

 

Dugar fyrir tvö 23cm form eða eitt skúffukökuform.

Fyrir súkkulaðiköku:

  • 1 poka af súkkulaðikökumixi 17 sorta
  • 2 egg
  • 200ml súrmjólk
  • 60ml olía

 

Fyrir glassúrkrem:

  • 1 pakka af glassúrkremmixi (innifalið í súkkulaðiköku pakkanum)
  • 40 gr brætt smjör
  • 4-5 msk sjóðandi vatn

 

Í sérpoka ofan í súkkulaðikökupakkanum er hráefni fyrir glassúrkrem. Takið upp úr og notið síðar.

 

Forhitið ofinn í 175 °C (blástur) og smyrjið form. Hrærið saman súrmjólk, egg og olíu í skál og hellið súkkulaðikökumixinu yfir. Hrærið þar til vel blandað og skiptið jafnt í í formin. Bakið í 25-28 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í miðjuna kemur hrienn út. Leyfið botnunum að kólna.

Á meðan er hrært í glassúrkremið. Blandið 40gr af bræddu smjöri og 4-5msk sjóðandi vatni saman við mixið og hrærið þar til kekkjalaust. Hellið kreminu jafnt yfir kökurnar og skreytið að vild með sprinkles.