Súkkulaðibitakökur uppskrift

Súkkulaðibitakökur – Leiðbeiningar:

Þið þurfið:

  • 1 box 17 sorta súkkulaðibitakökudeig

 

Best er að taka deigið úr kæli minnsta kosti klukkutíma fyrir notkun.
Hitið ofninn í 175C. Skiptið deiginu upp og mótið kúlur. Þið ættuð að fá um 30 litlar kökur úr deiginu eða 15 stórar. Litlu kökurnar eru bakaðar í 7 mínútur en þær stærri í 11 mínútur. Leyfið þeim að kólna á plötunni í 10 mínútur áður en þær eru hreyfðar, þær eru í raun að klára baksturinn á þeim tíma. Með þessu eru þær mjúkar í miðjunni en stökkar við jaðrana.