Súkkulaði bollakökur

Súkkulaði bollakökur - Leiðbeiningar:


Deigið dugar fyrir 12 bollakökur 
Bollakökurnar þurfa 18 — 20 mínútur í ofni.


Þið þurfið:
• 1 egg
• 1⁄2 bolli mjólk
• 1⁄4 bolla bragðlitla matarolíu
• 1⁄2 bolla sjóðandi vatn
• 1 box 17 sorta kökumix

 

Forhitið ofninn í 175`C með blæstri. Raðið 12 bollakökuformum í bollakökurmót. Ef þið eigið ekki bolla-
kökumót til að raða pappírsfromunum í, mælum við með að baka köku botn úr deiginu í staðin, þar sem það er of blautt til að hægt sé að nota pappírsformin ein og sér.

 

Hellið kökumixinu í skál eða stóra könnu og bætið við eggi, mjólk og olíu. Pískið vel saman eða þar til kekkjalaust. Hrærið sjóðandi vatni saman við í 2 skömmtum þangað til vel blandað. Deigið er þunnt og því gott að hafa það í könnu. Hellið jafnt í 12 bollakökuform bakið í 18-20 mínútur, eða þar til að kökupinni kemur hreinn úr eftir að hafa verið stungið í kökurnar. Leyfið bakstrinum að kólna alveg áður en kremið er sett á. Kremið er sett í skál og hrært upp. Hér má bæta við lit eða öðrum bragðgjöfum sé þess óskað. Skreytt að vild og eftir smekk að lokum er kökuskrauti, lakkrís eða karamellu bitum stráð yfir.