Snickers ''Potí'' Kaka

Snickers „Potí“kaka

 

„Potí“kökur eða poke cakes eru á allra vörum þessa dagana og við gátum ekki stillt okkur um að gera aðra útgáfu (sú fyrri er snúðakakan úr ljósum kökugrunni) og í þetta sinn með döggum kökugrunni.

Dugar í eldfast mót sem er ca 23*33 cm á kant.

 

 

Kaka:

1 poki 17 sorta Kraftaverkakökugrunnur dökkur

3 egg

320ml súrmjólk

90ml olía

Forhitið ofinn í 175 °C (blástur) og smyrjið eldfast form. Hrærið saman súrmjólk, egg og olíu í skál og hellið súkkulaðikökumixinu yfir. Hrærið þar til vel blandað og hellið  í smurt formið. Bakið í 28-32 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í miðjuna kemur hreinn út. Leyfið kökunni að kólna lítið eitt áður en sleifarskafti er stungið í kökuna til að búa til holur. 35 holur komu vel út í þessar stærð.

 

Fylling:

1/2 bolli hnetusmjör

1 dós niðursoðin sæt mjólk (sweetend condensed milk) fæst t.d. Heimkaup

1 bolli flórsykur

Hrærið saman niðursoðinni mjólk og hnetusmjöri þar til kekkjalaust og hellið yfir volga kökuna. Jafnið úr blöndunni svo hún þeki kökuna jafnt og fyllið vel upp í holurnar. Kælið í ísskáp í 1-2 klst.

 

Krem:

½ bolli hnetusmjör

1 dós 17 sorta Smjörkremsgrunnur

 

Hrærið saman hnetusmjöri og smjörkremsgrunni þar til kekkjalaust. Smyrjið kreminu ofaná skúffukökuna. Fallegt að saxa hnetur, súkkulaði eða snickers ofaná.