Kanilkaka/ Snúðakaka

Kanilkaka / Snúðakaka

 

Dugar í eldfast mót sem er ca 23*33 cm á kant.

 

Þessi kaka er afar auðveld þrátt fyrir langar útskýringar og innihaldslista, ekki láta það hræða ykkur frá því að prófa hana, þið verðið ekki svikin.

 

 

KAKA:

1 poki Kraftaverkakökugrunnur ljós

3 stór egg

1 bolli mjólk

¼ bolli bráðið smjör

 

FYLLING:

½ bolli bráðið smjör

½ bolli púðursykur

½ bolli sæt niðursoðin mjólk (sweetened condensed milk – fæst á Heimkaup og Nettó)

1 msk kanill

1 tsk vanilludropar

 

KREM:

230gr rjómaostur

¼ bolli mjúkt smjör

2 bollar flórsykur

3 msk sweetened condensed milk

1 tsk vanilludropar

 

 

 

Forhitið ofninn í 175°C á blæstri. Smyrjið eldfast mót vel með olíu eða smjöri. Blandið saman í skál, kökugrunni, eggjum, mjólk og smjöri. Hrærið á meðalhraða í 2 tvær mínútur eða þar til vel blandað. Hellið deiginu í eldfasta formið og bakið í 25-30 mín eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna miðja, kemur hreinn út.

 

Á meðan kakan er í ofninum er gott að gera fyllinguna. Hrærið saman smjöri, púðursykri, niðursoðinni mjólk, kanil og vanilludropum. Setjið til hliðar.

 

Takið kökuna úr ofninum og kælið lítið eitt (hún á samt enn að vera volg/heit) og notið síðan sleifarskaft til að pota í kökuna og mynda holur (hjá okkkur komu 35 holur vel út). Hellið fyllingunni yfir volga kökuna og dreifið vel úr, holurnar ættu að fyllast. Kælið.

 

Hrærið saman rjómaosti og smjöri þar til vel blandað og kekkjalaust. Bætið við flórsykri og 1 msk af niðursoðinni mjólk. Hrærið saman og bætið þá við restinni af niðursoðnu mjólkinni og vanillunni. Smyrjið yfir kökuna þegar hún hefur kólnað.