Amerískar pönnukökur

Amerískar pönnukökur

 

400gr - ½ poki 17 sorta Kraftaverkakökugrunnur ljós

4 dl mjólk

2 egg

1 tsk möndludropar

1 tsk sítrónudropar

3-4 msk bráðið smjör

 

Hellið kökugrunni í skál og hrærið hinum innihaldsefnunum saman við, endið á smjörinu. Hrærið þar til næstum kekkjalaust. Hitið pönnuna við meðalhita og steikið pönnukökurnar þar til gullnar á báðum hliðum.

 

Dásamlegt að bera fram með sítrus-smjöri

 

Sítrus smjör

 

100gr mjúkt smjör

Hýði af 1 sítrónu og 1 appesínu, helst lífrænum

40gr hunang

40gr agave sýróp

 

Hrærið öllu vel saman með gaffli. Pakkið í plastfilmu og rúllið upp sívalning. Kælið og skerið  í hæfilegar sneiðar.