Veisluþjónusta

Við tökum það að okkur að baka fyrir allskonar veislur, afmæli, brúðkaup, ferminingar, skírnarveilsur, babyshower, o.fl.

Hafið samband við okkur á netfangið 17sortir@gmail.com og við hjálpum þér að finna hvað hentar þinni veislu.

 

Brúðkaup

Við bjóðum uppá  4 sortir  af brúðartertum og eru þetta sparikökurnar okkar og bjóðum við aldrei upp á þær í almennri sölu eða við önnur tilefni. Hægt er að skrá sig á smakk-kvöld með því að senda póst á netfangið 17sortir@gmail.com
1 - Súkkulaðiterta með belgísku súkkulaðikremi, silkimjúkri karamellu og íslensku sjávarsalti

2 - Vanilluterta með jarðarberjum, freyðivíni og hvítsúkkulaðikremi

3 - Súkkulaðiterta með Baileys og karamellufrappochino

4 - Vanilluterta með límonaði og ylliblómum - Brúðarterta Meghan og Harrys.
Í brúðarterturnar okkar notum eingöngu besta fáanlega hráefnið s.s. ekta belgískt súkkulaði, fersk ber og freyðivín

Verð á brúðartertum er 890 - 990 kr. á mann.

 

Þemakökur

Við tökum að okkur að útfæra allskonar skemmtilegt fyrir afmæli ! svo framalega sem það er hægt að útfæra þína hugmynd í smjörkremi - við vinnum ekki með sykurmassa eða marsípan.

Athugið að einhyrningar og önnur "dýr" koma langbest út í 12 manna eða 20 manna kökunum okkar, því hlutföllin hentar þeim stærðum best.

 

Kynjakökur

Við tökum að okkur að gera kökur sem upplýsa um kyn barns. Kakan er pöntuð með venjubundnum 3 daga fyrirvara hér á heimasíðunni en umslagi með kyni barns er komið til okkar í aðra hvora verslunina daginn fyrir áætlaðan afhendingardag. Þið fáið svo umslagið aftur í hendur þegar kakan er sótt. Valið á bragðtegund stendur á milli þeirra 17 sorta sem við bjóðum uppá en við setjum svo annað hvort bleikt eða blátt krem á milli botna. Þegar kakan er skorin kemur í ljós litur sem segir til um kyn barnsins. 

 

Barnablessun - Babyshower

Það hefur færst í aukana hin síðustu ár að halda babyshower eða barnablessun og að sjálfsögðu eigum við köku sem hæfir tilefninu. Hægt er að velja hvaða tertu sem er af kökulistanum okkar og við skreytum hana í þeim litum/þema  sem óskað er eftir. 

 

Skírnir og nafnaveislur

Hægt er að velja hvaða bragðtegund sem er af kökulistanum okkar og við skreytum tertuna eftir séróskum hvers og eins.

Hafa verður í huga að þegar búið er að velja bragðtegund, er hægt að útfæra hana með hvaða skreytingum og litum sem er, bragðtegundin er það krem sem er sett inní kökuna, en að utan getur hún verið allt öðruvísi, eins og t.d. hvít súkkulaðikaka.

 

Fermingar

Hægt að velja fermingartertuna af listanum yfir okkar sem telur 17 sortir/bragðtegundir og við skreytum tertuna eftir séróskum fermingabarnsins. Þegar pöntun er lögð inn á netinu, er langbest að láta mynd fylgja með sem sýnir óskir ykkar um skreytingu.