Um okkur

​Þegar hugmyndin að litlu kökusjoppunni fæddist var ekki endilega verið að bregðast við óskum fjöldans. Ónei, eigandinn var eiginlega að hugsa bara um sjálfan sig og þá staðreynd að fátt var um fína drætti í borginni þegar kökulöngun hennar lét á sér kræla.

Sem sannur sælkeri var hún strax viss í sinni sök og ákvað þessi sjoppa yrði að hafa til að berasyndsamlega góðar kökur, bakaðar frá grunni og úr úrvals hráefnum. Frá hjartanu og stútfullar af ást – eins og amma gerði. Að auki varð umhverfið að vera fallegt og lekkert…. og þjónustan persónuleg og framúrskarandi. Verðið átti að vera sanngjarnt og úrvalið ævintýralegt!

Við erum á því að þetta hafi tekist og til allrar guðslukku eru margir aðrir á sama máli og nú flykkjast ungir sem aldnir á Grandann eða í Kringlu í leit að sætum bitum.

Komdu, láttu það eftir þér.

Ástarkveðjur,
Hnall
þóra