Sjónvarpskaka

Sjónvarpskaka 

Deigið dugar fyrir 2 form

 

Fyrir sjónvarpskökuna þarftu:

  • 1 poka sjónvarpskökumix 17 sorta
  • 3 egg
  • 150ml mjólk
  • 50gr brætt smjör

 

Fyrir kókoskaramelluna þarftu:

  • 1 poka kókoskaramellumix 17 sorta (innifalið í sjónvarpskökupakkanum)
  • 70gr smjör
  • 3 msk mjólk

 

Í sérpoka ofaní sjónvarpskökupakkanum er kókoskaramellan. Takið uppúr og notið síðar.

Hitið ofninn í 175 °C með blæstri. Hellið sjónvarpskökumixinu í skál og blandið saman við það eggjum, mjólk og bræddu smjöri. Hrærið vel saman þar til að öll innihaldsefnin eru vel saman blönduð og deigið er þykkt. Skiptið jafnt í tvö form og bakið í 15 min eða þar til að kökupinni kemur nánast hreinn út.

Lagið til kókoskaramelluna á meðan að kakan er að bakast; bræðið smjör og mjólk í potti og hellið úr pokanum útí, hrærið þar til vel blandað. Takið kökurnar úr ofninum og deilið kókoskaramelluna jafnt yfif bæði formin með spaða. Bakið áfram í 10 mínútur.