Myntu smjörkrem

Smjörkremsgrunnurinn okkar er óbragðbættur.

Bræðið myntukúlurnar í 1/2dl af mjólk eða rjóma, t.d. í örbylgju í 30 sek í einu, og hrært á milli þar til að kúlurnar eru alveg bráðnaðar. Leyfið að kólna og blandið svo saman við smjörkremsgrunn í hrærivélarskál. Þeytið á meðalhraða í 3-5 mínútur eða þar til kremið er mjúkt.