Kynjakökur

Við tökum að okkur að gera kökur sem upplýsa um kyn barns. Kakan er pöntuð með venjubundnum 3 daga fyrirvara hér á heimasíðunni en umslagi með kyni barns er komið til okkar í aðra hvora verslunina daginn fyrir áætlaðan afhendingardag. Þið fáið svo umslagið aftur í hendur þegar kakan er sótt. Valið á bragðtegund stendur á milli þeirra 17 sorta sem við bjóðum uppá en við setjum svo annað hvort bleikt eða blátt krem á milli botna. Þegar kakan er skorin kemur í ljós litur sem segir til um kyn barnsins. 

 

Athuga þarf opnunartíma verslana áður en afhendingartími er valinn. Kökurnar okkar þola vel að geymast í sólarhring í kæli eða á köldum stað og því er bæði þægilegt að öruggt að panta kökur til afhendingar degi fyrir veislu/viðburð.