Dökkir kökubotnar

Dökkir kökubotnar

 

Dugar fyrir 3 x 23cm botna eða 4 x 16cm botna.

 

  • 1 poki 17 sorta Kraftaverkakökugrunnur dökkur
  • 320 ml súrmjólk
  • 80 ml bragðlítil olía
  • 4 egg

 

 

Forhitið ofninn í 175 °C (blástur) og smyrjið formin vel. Hrærið saman súrmjólk, egg og olíu í skál þar til vel blandað og hellið kökugrunninum yfir. Hrærið þar til vel saman og skiptið jafnt í í formin. Bakið í 18-20 mín (fyrir minni botna) eða 25-28 (fyrir stærri botna) mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í miðjuna kemur hreinn út. Leyfið botnunum að kólna vel áður en þeir eru settir saman.

 

Gott er að kaupa 17 sorta smjörkremsgrunn og hræra upp ásamt einhverjum góðum bragðgjafa (t.d súkkulaði, kakó, jarðarberjasultu, sítrónusafa og hýði eða nánast hverju sem hugurinn girnist).